Anna Margrét Kristjánsdóttir

Ég heiti Anna Margrét og er 30 ára gömul.

Ég er með BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræði frá HA og er í mastersnámi í lögfræði í HR sem stendur. Auk þess að vera í mastersnámi er ég í fæðingarorlofi en ég ætla að vera eins virk í stjórninni og aðstæður mínar leyfa.
Þegar ég sá auglýst eftir stjórnarmeðlimum í Það er von, sá ég frábært tækifæri sem að ég greip þar sem að í BA náminu komst ég að því að kerfið mætti vera betra og meiri samfella í því. Þess vegna langar mig að breyta því og hafa áhrif, eins og hægt er og geta þá lagt mitt af mörkum til þess að ná því markmiði. Þegar að ég tala um kerfin á ég við heilbrigðisstarfsmenn, löggæslu og aðra sem að koma að málefnum fólks með fíknivanda.
Kerfin þurfa að tala betur saman hér á Íslandi þar sem aðstoð við fólk með fíknivanda er mjög svo ábótavant og ég tel að allir vilji gera betur í þessum efnum þrátt fyrir að ég telji að allir séu að gera sitt besta, en það vantar varanlega lausn.
Mín von er sú að auka skilning á sjúkdóminum hjá fólki, með sérstaka áherslu á fagfólk sem að sinnir fólki að einhverju leiti (t.d. lögregla, heilbrigðisstarfsmenn, o.fl.) og hafa áhrif á það að meiri samfella verði í kerfinu, þar sem að fólk er gripið í einhverskonar miðlægu kerfi - þar sem að heilbrigðisþjónusta og löggæsla mætast í stað þess að vera kastað á milli án varanlegra úrræða.

Ég lít svo á að allir hafi hag af því að gera aðstæður betri hér fyrir fólk með fíknivanda og er því stolt að hafa verið valin í stjórn Það er von.

Með góðri kveðju,
Anna Margrét Kristjánsdóttir

Image