Ragna Kristinsdóttir

Ég heiti Ragna Kristinsdóttir og er aðstandandi, ég er einnig menntaður ljósmyndari, hef 10 ára starfsreynslu sem sérfræðingur á viðskiptastofu. En síðan 2003 hef ég starfað ásamt eiginmanni mínum sem fósturforeldri.

Ég tel mjög mikilvægt að fólk sem þróað hefur með sér fíknisjúkdóm fái hjálp, ekki síst barnanna vegna. Þau þjást oft mikið, en hafa ekki rödd út í samfélaginu. Og tengsl við foreldra eru þeim mjög mikilvæg. Það er þeirra hagur að foreldrum þeirra sé hjálpað. Við megum aldrei missa sjónar á að fíknisjúkdómur er fjölskyldusjúkdómur. – Kannski er bara einn sem notar, en það eru allir sem þjást.

Það er ósk mín að allir geti gengið að meðferðarúrræðum, og að biðlistar minnki og að fólki sé svo í áframhaldinu hjálpað aftur út í samfélagið og þá einstaklingsmiðað við þarfir hvers og eins. Sumir hafa gott tengslanet en aðrir nánast ekkert. Sumir byrja snemma í neyslu og þurfa því mikinn stuðning.

Ég er gjaldkeri Það er Von og er afar stolt að tilheyra stjórn Það er Von.

Ragna Kristinsdóttir

Image