Að vera barn alkahólista

Að vera barn alkahólista. Sem barn, þá þarftu töluvert mikið á foreldrum þínum að halda, svo þegar foreldri er alkahólisti/með fíknisjúkdóm þá hefur það alltaf gífurleg áhrif á barn. Sem barn er maður að læra, vaxa og mótast. Fyrirmyndirnar eru foreldrarnir. Af þeim lærir maður að ganga, tala.. o.sv.framv.

Fólk með virkan fíknisjúkdóm er yfirleitt alltaf í mikilli afneitun og segir bæði sér sjálfum og öðrum ósatt. Þannig læra börnin lika að segja ósatt. Ég man eftir að hafa mjög oft sagt ósatt sem barn. Ég hringdi mömmu inn veika á mánudögum, ég vissi vel að hún var ekki “veik” þ.e.a.s. ekki hefðbundið veik, hún var ekki með hita, kvef eða hósta. Hún var þreytt eftir helgardjammið. – Að segja ósatt fyrir fólk með fíknisjúkdóm heitir meðvirkni. Það er óhjákvæmilegt sem barn annað en að vera meðvirkur, ekki eins og þú eigir val um annað. Þú ert ekkert að fara að segja nei…. við yfirvaldið. A.m.k. ekki framan af.

Það er von

Það er Von eru góðgerðarsamtök
sem styðja við fólk með
fíknisjúkdóm og aðstandendur
þeirra.

Hafa samband

S: 781 2060

Styrkir

Hægt er að styrkja samtökin í gegnum vefverslun eða með frjálsum framlögum. 
Kt. 570919-0670
Rkn. 552-26-1565

Fréttabréf

Áskrift af fréttabréfi samtakana
(Vantar kóða)